Afnám bjargi verðmætum

mbl.is/Styrmir Kári

Íslenskir embættismenn hafa nú til skoðunar að sækja um afléttingu tolla af heilfrystum makríl í Evrópusambandinu. Formlegar viðræður um slíka afléttingu eru ekki hafnar.

Íslensk útgerðarfyrirtæki greiða nú 18% toll af heilfrystum makríl sem þau flytja til ríkja ESB.

Íslendingar, Grænlendingar og Rússar eru utan samkomulags milli ESB, Noregs og Færeyja um skiptingu makrílkvóta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er leitað eftir því að fá afléttingu tolla af heilfrystum makríl. Taldir eru möguleikar á að flytja hann til vinnslu í Austur-Evrópu. Með því sé hægt að bjarga verðmætum, enda fáist með því hærra verð fyrir makrílinn en ef hann færi í bræðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert