Leita að byssum 18. aldar herskips í sjó

Herskipið Gautaborg fórst á Hraunsskeiði.
Herskipið Gautaborg fórst á Hraunsskeiði.

Guðbrandur Jónsson og Fornbátafélag Íslands stefna að því að gera út leiðangur til að leita að keðjum, fallbyssum og ballest danska herskipsins Gautaborgar, sem fórst árið 1718 skammt frá ósum Ölfusár. Guðbrandur vonast til að Sveitarfélagið Ölfus geti hjálpað sér með því að lána bát og annað tilfallandi en hann hefur aðgang að málmleitartæki sem þolir vatn og langar að reyna að finna gripina. Gríðarleg verðmæti gætu falist í því að finna fornleifarnar og vill Guðbrandur að þær endi á safni í Þorlákshöfn.

„Allur búnaður er til hér á landi til að reyna að finna það sem eftir er af skipinu. Við gerum okkur vonir um að finna fyrst keðjurnar tvær sem skipið á að hafa hent útbyrðis þegar það var að reka upp í fjöru,“ segir Guðbrandur.

Fórst í stormi og hríð

Saga skipsins er merkileg og töluvert hefur verið skrifað um skipið á síðum Morgunblaðsins í gegnum árin. Segir í frásögn árið 1953 að skipið hafi komið hingað með kaupskipum frá Noregi. Hafi skipið legið í Hafnarfirði en átt að fara heim til Danmerkur um haustið. Við heimförina lenti skipið í gríðarlegum stormi og varð viðskila við kaupskipin. Eftir rúma vikudvöl í stormi og hríð undan ströndum Íslands með brotið mastur strandaði skipið. Björguðust yfir 150 menn en fjórir fórust; sumar heimildir segja raunar að átta hafi farist. Er þetta ein mesta björgun sem sögur fara af hér á landi.

Hægt er að lesa meira um málið í Morgunblaðinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert