0,000003% atkvæða gegn framlaginu

Kaupþing var einn þriggja stóru bankanna fyrir hrun þeirra árið …
Kaupþing var einn þriggja stóru bankanna fyrir hrun þeirra árið 2008. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stöðugleikaframlagið sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu á fundi sínum í Hörpu í dag að greiða, var samþykkt með 99,94% atkvæða. 0,000003% atkvæða féllu gegn því og 0,06% atkvæða voru auð. Stöðugleikaframlagið nemur 120 milljörðum króna og verður það greitt til ríkisins.

Þá samþykktu þeir einnig að höfða ekki mál á hendur ríkinu og Seðlabanka Íslands vegna nauðasamninganna og að settur yrði upp skaðleysisjóður fyrir slitastjórnina og ráðgjafa hennar vegna mögulegra málaferla á hendur þeim, samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins.

Fylgja fordæmi Glitnis

Meirihluti kröfuhafa slita­bús Glitn­is samþykktu á kröfu­hafa­fundi fyrr í mánuðinum heim­ild slita­stjórn­ar bankans til þess að und­ir­búa nauðasamn­inga á grund­velli fyr­ir­liggj­andi til­lögu um stöðug­leikafram­lag. 

Jafn­framt var á sama fundi samþykkt stofn­un tæp­lega tíu millj­arða króna sjóðs sem ætlað er að tryggja skaðleysi slita­stjórn­ar Glitn­is gegn hugs­an­legum mál­sóknum vegna starfa henn­ar.

Sjá frétt mbl.is: Kröfu­haf­ar samþykktu stöðug­leikafram­lagið

Ekki hefur enn komið fram hversu stór skaðleysissjóður slitabús Kaupþings verður.

13 þúsund kröfuhafar í hundrað löndum

Kröfu­haf­ar Kaupþings eru alls um 13.000 og eru staðsett­ir í ríf­lega 100 lönd­um. Það ásamt öðru ger­ir end­ur­skipu­lagn­ingu Kaupþings að einu um­fangs­mesta og flókn­asta end­ur­skipu­lagn­ing­ar­verk­efni sem nokk­urs staðar og nokkru sinni hef­ur verið unnið og það á heimsvísu.

Þannig lýs­ti Jó­hann­es Rún­ar Jó­hanns­son, formaður slita­stjórn­ar Kaupþings, samningaferli slita­stjórn­a föllnu viðskipta­bank­anna við kröfu­hafa slita­bú­anna, í samtali við ViðskiptaMoggann í ágúst.

Þegar Alþingi samþykkti í júlí lög um stöðug­leika­skatt á slita­bú föllnu bank­anna var einnig samþykkt bráðabirgðaákvæði sem þrengdi kröf­u­lýs­ing­ar­frest þeirra til muna sem telja sig eiga bús­kröfu í slita­bú­in.

Sjá frétt mbl.is: Haftafrumvörpin samþykkt

Fram að laga­setn­ing­unni var hægt að lýsa kröf­um að at­kvæðagreiðslu um nauðasamn­ing en eft­ir breyt­ing­una var frest­ur veitt­ur til 15. ág­úst síðastliðins. Lög­in voru birt 18. júlí og því veitti lög­gjaf­inn aðeins 29 daga frest til handa þeim sem töldu sig eiga kröf­ur á búin en höfðu ekki lýst kröfu fram að þeim tíma.

Gerði athugasemdir við vinnubrögðin

Hró­bjart­ur Jónatans­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður, ger­ði þá at­huga­semd­ir við þessi vinnu­brögð og bend­ir meðal ann­ars á að slita­bú­in hafi í engu aug­lýst hinn stytta frest og þá hafi lög­in ekki verið þýdd á ensku, þrátt fyr­ir um­fangs­mik­il um­svif slita­bú­anna er­lend­is.

Áreiðan­leg­ar heim­ild­ir Morg­un­blaðsins hermdu fyrir réttri viku að Kaupþing hafi beitt sér fyr­ir því gagn­vart Alþingi að kröf­u­lýs­ing­ar­frest­ur­inn yrði stytt­ur með þeim hætti sem raun varð á.

Sjá frétt mbl.is: Kaupþing beitti sér fyrir lagasetningu

Ekki síst var það vegna ótta við aðgerðir fjár­fest­is­ins Vincents Tchenguiz sem staðið hef­ur í mála­ferl­um við slita­búið á síðustu árum og haldið fram hundraða millj­arða fjár­kröf­um á hend­ur því og end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornt­on UK fyr­ir bresk­um dóm­stól­um.

Undanþágan byggð á tillögu kröfuhafa

Fyrr í september sendi slita­stjórn Kaupþings Seðlabanka Íslands form­lega beiðni um und­anþágu frá gjald­eyr­is­höft­um, til þess að geta fram­fylgt því sam­komu­lagi sem gert var milli hluta kröfu­hafa og sér­staks fram­kvæmda­hóps stjórn­valda um los­un fjár­magns­hafta.

Var umsóknin byggð á til­lögu kröfu­hafa en fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið greindi í júní frá því Akin Gump LLP, fyr­ir hönd kröfu­hafa í slita­bú Kaupþings, hefði sent fjár­málaráðherra til­löguna, sem byggði á sam­ræðum þeirra við fram­kvæmda­hóp­inn og ráðgjafa Íslands.

Sjá frétt mbl.is: Kaupþing óskar eftir undanþágu

Kaupþing var einn þriggja stóru bankanna fyrir hrun þeirra árið …
Kaupþing var einn þriggja stóru bankanna fyrir hrun þeirra árið 2008. mbl.is/Ómar Óskarsson
Kaupþing banki.
Kaupþing banki. mbl.is/Ómar
Útibú Kaupþings í Lúxemborg.
Útibú Kaupþings í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur
Tillaga kröfuhafa var send Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra.
Tillaga kröfuhafa var send Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert