Niðurstöður stefnumótunar í málefnum ferðaþjónustunnar kynntar í þriðjudag

Troðningur var á vinsælum ferðamannastöðum hérlendis sl. sumar.
Troðningur var á vinsælum ferðamannastöðum hérlendis sl. sumar. mbl.is/Eggert

Niðurstöður stefnumótunarvinnu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu verða kynntar í Hörpu á þriðjudaginn kemur klukkan 14.

Þetta staðfestir Ingvar P. Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í samtali við mbl.is.

Markar stefnu til nálægrar framtíðar og til lengri tíma

Á vef Túrista var greint frá því að til stæði að kynna niðurstöðurnar í næstu viku. Í samtali við mbl.is í júlí sl. sagði Ragnheiður að ráðast þyrfti í fimm ára átak til þess að byggja upp innviði í ferðaþjónustu.

Sagði hún að það væri meðal þess sem var til umræðu við stefnumótunarvinnuna, sem kæmi til með að marka stefnu Íslands í ferðamannamálum, bæði til nálægrar framtíðar og til lengri tíma litið.

Frétt mbl.is: Uppbyggingin er „fimm ára átak“

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert