Eldvatnsbrúin: Hálfur bakkinn farinn

Mikið hefur grafið undan eystri stöpli Eldvatnsbrúarinnar.
Mikið hefur grafið undan eystri stöpli Eldvatnsbrúarinnar. Mynd/Sigurður Bogi

Um helmingur bakkans undir eystri stöpli á Eldvatnsbrúnni er farinn og skapar það nægjanlega mikla hættu til þess að Vegagerðin og lögreglan vilja ekki hleypa bílum yfir brúnna. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Ágúst F. Bjartmarsson, hjá Vegagerðinni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Hætta á að Eldvatnsbrúin fari

Hann segir að ástandið geti versnað ef það haldi áfram að grafa, en ef rennslið fer að dragast mikið saman verður bara um viðgerð að ræða. Enn er þó mikið rennsli í ánni og samkvæmt mælum Veðurstofunnar eru nú um 793 rúmmetrar á sekúndu sem fara undir brúna.

Ágúst segir erfitt að sjá þarna undir og því séu menn í óvissu varðandi burðarþol brúarinnar sem stendur. Hún er þó enn alveg lárétt og ekkert byrjuð að síga niður að hans sögn. Brúarsérfræðingar Vegagerðarinnar eru núna á staðnum til að meta stöðuna betur og segir Ágúst að staðan skýrist þegar þeir hafi farið yfir málið.

Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 3 October 2015
Lögreglan hefur lokað veginum yfir brúna, en mikil hætta er …
Lögreglan hefur lokað veginum yfir brúna, en mikil hætta er talin á að hún fari vegna vatnavaxtanna. Mynd/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert