Vonlítið að hnúturinn leysist

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skelli á frá og með miðnætti í kvöld.

Forsvarsmenn deilenda í kjaradeilu ríkisins og SFR, sjúkraliða og lögreglumanna eru svartsýnir á að takast muni að leysa hnútinn á sáttafundi sem boðað er til kl. 10 fyrir hádegi.

,,Þetta er ansi þungt og ber mikið í milli,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, tekur í sama streng og segist ekki gera sér miklar vonir um árangur af fundinum í dag ef mið sé tekið af gangi deilunnar að undanförnu.

Ríkið á ósamið við tæplega 60% starfsmanna sinna og segir Gunnar að ef samið yrði um sambærilegar hækkanir og í úrskurði gerðardóms í máli BHM og hjúkrunarfræðinga, hefði það alvarlegar afleiðingar og endurskoðun kjarasamninga á almenna markaðinum yrði í algjöru uppnámi í febrúar.

Stéttarfélögin vilja fá sambærilegar hækkanir og gerðardómur úrskurðaði og vísa líka til samninga ríkisins við Starfsgreinasambandið í seinustu viku. Að mati Eflingar fela þeir í sér tæplega 30% hækkun. ,,Það er nákvæmlega sá launarammi sem við höfum verið að kalla eftir, segir Árni Stefán. Gunnar segir þessa samninga ekki sambærilega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert