Kópavogur sigraði í Útsvari

Lið Kópavogs.
Lið Kópavogs. Mynd/Skjáskot úr Útsvari

Langanesbyggð og Kópavogur áttust við í Útsvari í kvöld og fór Kópavogur með sigur af hólmi. Voru lokaúrslit 80 á móti 53.

Í lok þáttarins sagði Sigmar Guðmundsson, annar þáttastjórnenda að hann teldi stigaskor Kópavogs vera það hæsta í þessari þáttaröð. Kópavogur var búinn að vinna keppnina fyrir síðustu tvær spurningarnar, en í þeirri síðustu var spurt um fjallið Ölver á Vesturlandi sem hvorugt liðið gat svarað. Það dugði þó Kópavogsbúum sem munu mæta í næstu umferð.

Útsvar er í beinni útsendingu á RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert