Endurreisn heilbrigðiskerfisins hafin

Í morgun var mikilvægt skref í endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis tekið að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, þegar hafist var handa við fyrsta áfanga í byggingu nýs Landspítala. En fyrsta skóflustunga var tekin að nýju sjúkrahóteli við Landspítalann við Hringbraut var tekin í dag.  Aldrei hafi staðið til að finna betri stað og að nú verði ekki aftur snúið. 

Kristján Þór á þó von á að umræða um staðsetningu sjúkrahússins muni lifa áfram og undir það tekur Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, en Páll segir að enginn tími megi fara til spillis byggingunni.

Sjá frétt mbl.is: Fyrsta skóflustunga að sjúkrahóteli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert