RÚV gerir athugasemdir við ræðu Hönnu Birnu á Alþingi í dag

Markaðsrannsóknarstjóri RÚV gerir athugasemdir við málflutning Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Alþingi í dag, þar sem þingmaðurinn talaði m.a. um „tugprósenta fækkun þeirra sem horfa og hlusta“ á hinn ríkisrekna fjölmiðil.

Valgeir Vilhjálmsson segir rangt farið með staðreyndir.

„Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup horfa og hlusta daglega um 70% þjóðarinnar á rásir RÚV og tæplega 90% í viku hverri, þetta hlutfall er með því mesta sem mælist á almannaútvarp í Evrópu og hefur lítið minnkað síðustu ár, þó sjónvarpsáhorf almennt sé að dragast saman hér eins og í öðrum löndum. Hlutdeild RÚV í sjónvarpsáhorfi landsmanna hefur aldrei verið meira en á árinu 2014 og hlustun á Rás 1 er meiri en nokkru sinni frá því rafrænar mælingar Gallup hófust. RÚV hefur einnig nýtt sér örar tæknibreytingar og eru nú um 200.000 dagskrárliðir sóttir í leigur Vodafone og Símans vikulega. Auk þess er dagskrárefni fyrir börn aðgengilegt á Krakkarúv og í Sarps appi. Einnig má minna á að aðsókn að ruv.is aukist síðustu ár og er meðal vinsælustu vefsvæða landsins,“ segir í athugasemd frá RÚV.

Frétt mbl.is: Færri nýta sér þjónustu RÚV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert