30% ökumanna á nagladekkjum

Borgin hefur hvatt ökumenn til að velja góð vetrardekk fram …
Borgin hefur hvatt ökumenn til að velja góð vetrardekk fram yfir nagladekkin. mbl.is/Eyþór Árnason

Heldur fleiri ökumenn reyndust á nagladekkjum þegar athuganir fóru fram 11. nóvember sl. heldur en á sama tíma á síðasta ári. Í ár reyndust 29,4% ökumanni búnir að setja nagla undir bílinn en 25,4% á sama tíma fyrir ári.

Hlutfall negldra dekkja í nóvember undanfarin ár hefur verið á bilinu 25-29% en Reykjavíkurborg hefur hvatt borgarbúa til að velja fremur góð vetrardekk en nagladekk, sem „spæna upp malbik og geta valdið því að börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri þurfi að forðast útiveru,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Tafla/Reykjavíkurborg

„Svifryk  (PM10) hefur farið níu sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári við mælistöðina á Grensásvegi, en svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Það fór síðast yfir 18. nóvember. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á www.reykjavik.is/loftgaedi. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert