Gullfiskurinn Undri á lífi í skólpinu

Undanfarin ár hefur þurft að urða u.þ.b. 800 tonn af rusli sem hefur skilað sér í frárennslisstöðvar höfuðborgarsvæðisins, með nýrri tækni hefur tekist að minnka það niður í 300 tonn. Algengt er að rottur og gullfiskar skili sér í síur stöðvanna og einn slíkur fannst á lífi fyrir nokkrum árum.

Í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur dagur klósettsins sem er hugsaður af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á að rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa búa við að hafa ekki aðgang að hreinlætisaðstöðu.

Það er þó ekki raunin hér á landi en það er ekki úr vegi að velta þessu þarfaþingi aðeins fyrir sér. Á undanförnum áratugum hafa frárennslismál á höfuðborgarsvæðinu tekið miklum framförum. Tvær stórar frárennslisstöðvar önnur við Klettagarða en hin við Ánanaust sjá um að skola útþynntu skolpi höfuðborgarsvæðisins 5 km á haf út þar sem sterkir hafstraumar sjá um að dreifa úr því og eyða á umhverfisvænann hátt.

Í tilefni dagsins dýfði mbl.is sér í skólpið við Klettagarða, þar sem 1500-5000 lítrum er dælt á sekúndu út í sjó eða 70-80 millljón tonn á ári, þar heyrðum við í mönnum að störfum í vöðlum, vaðandi skít upp að öxlum. Þá kíktum við á gullfiskinn Undra sem á þar nú varanlegt heimili og sáum brot af þeim hlutum sem skila sér í gegnum lagnirnar hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. 

Hér má kynna sér átak Sameinuðu Þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert