Kostirnir við Schengen fleiri

„Kostirnir eru svo miklir og felast sérstaklega í öryggisþáttum þannig að ég held að öryggi okkar ef að við færum út úr Schengen myndi minnka,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um Schengen samstarfið sem hefur komist í umræðu eftir hryðjverk í Evrópu. 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í gær á umræðu um hvort hagsmunum þjóðarinnar væri betur varið utan samstarfið en innan þess. Hanna Birna segir að þó að umræðan sé eðlileg hafi hún lengi verið þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan samstarfsins.

mbl.is ræddi við Hönnu Birnu um Schengen á Alþingi í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert