Ekki hægt að kjósa sökum bilunar

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Sem stendur er ekki hægt að kjósa í rafrænu íbúakosningunni um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík þar sem bilun er í kosningakerfi Þjóðskrár Íslands, Scytl. Unnið er að því bæði hjá umboðsaðilum kerfisins á Spáni og í höfuðstöðvum Þjóðskrár að komast fyrir bilunina.

Þar sem kosningin stendur yfir í 10 daga mun bilunin ekki hafa áhrif, einungis óþægindi fyrir þá sem hafa reynt að kjósa frá því kosning átti að fara af stað kl. 02:00 í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.

Rafræn íbúakosninga hófst í nótt

Uppfært 12:21

Ekki var um bilun að ræða heldur rangan tengil og er allt komið í samt lag.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert