Afurðagreiðslur í stað kvótakerfis

Frá bændafundinum á Hellu.
Frá bændafundinum á Hellu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og kindakjötsframleiðslu verða aflögð á næstu tíu árum, samkvæmt hugmyndum sem uppi eru í viðræðum um nýja búvörusamninga á milli bænda og ríkisins.

Í staðinn fyrir beingreiðslur koma gripa- og framleiðslugreiðslur í mjólkurframleiðslu og gæðastýringargreiðslur í sauðfjárrækt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kom þetta fram á almennum bændafundi sem samninganefnd bænda boðaði til á Hellu í gærkvöldi til að kynna stöðuna í samningaviðræðum við ríkið um nýja búvörusamninga. Gert er ráð fyrir því að samningarnir verði til tíu ára. Ekki hefur komið fram hvaða fjárhæðum ríkið er reiðubúið að verja til stuðnings framleiðslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert