Einstök góðmennska í kjölfar harmleiks

Carmen Castillo og sonur hennar Erick Angel Castillo sem lést ...
Carmen Castillo og sonur hennar Erick Angel Castillo sem lést nýlega.

Stefán Ö. Magnússon, flugvirki í Dóminíska lýðveldinu, heyrði nýlega af því að að kona ein sem vinnur á sama flugvelli og hann missti 5 ára son sinn þegar hann drukknaði í læk á bak við húsið heima hjá sér. Vegna aðstæðna konunnar og skorts á stuðningsneti og velferðarkerfi mætti móðirin aftur til vinnu fimm dögum síðar og var þá upp á góðmennsku annarra starfsmanna á vellinum til að hafa ofan af fjölskyldunni fyrst um sinn, en konan sem heitir Carmen Castillo er einstæð móðir.

Stefán ákvað um helgina að biðja vini sína á Facebook um aðstoð með að safna saman örlitlum pening handa konuna, en eins og hann lýsir vinnur hún gífurlega mikið við þrif á flugvélum en fær um 30 þúsund krónur á mánuði.

Gríðarleg fátækt

Segir hann að gífurleg fátækt sé í landinu og að þjórfé sem sé mögulega andvirði 2 lítra kókflösku geti skipt marga sköpum í sinni lífsbaráttu. Þrátt fyrir það segir hann að það hafi komið sér á óvart hversu glaðir allir væru almennt, en heimamenn eiga það reglulega til að syngja í vinnunni og mikið sé hlegið.

Það hafi því slegið hann þegar hann heyrði af því að Castillo hefði misst son sinn og ekki síður þegar hún mætti nokkrum dögum seinna og hóf að vinna á ný þar sem bág fjárhagsstaða hreinlega kallaði á það. Sagði Stefán að augljós munur hafi verið þegar einn starfsmaðurinn sé svo svona harmi sleginn. Erfiða stöðu hennar hafi svo mátt sjá þegar hún bað samstarfsmann Stefáns um að lána sér 300 krónur til að eiga fyrir nauðsynjum fyrir sig og börnin sín þann daginn, þar sem hún hafði misst nokkra daga úr vinnu vegna fráfalls sonarins.

Margföld mánaðarlaun söfnuðust

Stefán lét Castillo sjálfur hafa smá pening en ákvað einnig að leita á náðir Facebook-vina sinna. Segist hann hafa búist við því að mögulega myndi hann ná að safna um 30 þúsund krónum og geta þannig hjálpað henni út mánuðinn. Viðbrögðin hafi aftur á móti verið mun betri en hann þorði að vona og í heild hafi safnast um 270 þúsund krónur frá 60 einstaklingum.

Söfnuninni lauk í vikunni og lét hann Castillo fá fjármunina í dag ásamt bréfi með nöfnum þeirra sem studdu hana. Segir Stefán að hún sé mjög trúuð og að líklega muni hún vilja þakka öllum þessum gjafmildu einstaklingum sem þekkja hana ekki neitt í bænum sínum á komandi dögum.

Djúpt snortinn og þakklátur

„Það er engin upphæð sem getur bætt fyrir missir hennar en að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan í sorgarferlið er mikils virði,“ segir Stefán og bætir við: „Ég persónulega er djúpt snortinn af þessum viðbrögðum og get ekki lýst hvað ég er þakklátur fyrir alla aðstoðina og það traust sem mér er sýnt.“

Stefán Ö. Magnússon segist hafa lært gífurlega mikið af fólkinu ...
Stefán Ö. Magnússon segist hafa lært gífurlega mikið af fólkinu í Dómíníska lýðveldinu og hvernig það tekst á við lífsbaráttuna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimm flokkar náðu samkomlagi um þinglok

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á þeim málum sem verða sett á dagskrá á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »
Rafmagns heitur pottur
Hef vel með farinn rafmagnspott til sölu. Frekari upplýsingar fást í síma 695-7...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...