Einstök góðmennska í kjölfar harmleiks

Carmen Castillo og sonur hennar Erick Angel Castillo sem lést ...
Carmen Castillo og sonur hennar Erick Angel Castillo sem lést nýlega.

Stefán Ö. Magnússon, flugvirki í Dóminíska lýðveldinu, heyrði nýlega af því að að kona ein sem vinnur á sama flugvelli og hann missti 5 ára son sinn þegar hann drukknaði í læk á bak við húsið heima hjá sér. Vegna aðstæðna konunnar og skorts á stuðningsneti og velferðarkerfi mætti móðirin aftur til vinnu fimm dögum síðar og var þá upp á góðmennsku annarra starfsmanna á vellinum til að hafa ofan af fjölskyldunni fyrst um sinn, en konan sem heitir Carmen Castillo er einstæð móðir.

Stefán ákvað um helgina að biðja vini sína á Facebook um aðstoð með að safna saman örlitlum pening handa konuna, en eins og hann lýsir vinnur hún gífurlega mikið við þrif á flugvélum en fær um 30 þúsund krónur á mánuði.

Gríðarleg fátækt

Segir hann að gífurleg fátækt sé í landinu og að þjórfé sem sé mögulega andvirði 2 lítra kókflösku geti skipt marga sköpum í sinni lífsbaráttu. Þrátt fyrir það segir hann að það hafi komið sér á óvart hversu glaðir allir væru almennt, en heimamenn eiga það reglulega til að syngja í vinnunni og mikið sé hlegið.

Það hafi því slegið hann þegar hann heyrði af því að Castillo hefði misst son sinn og ekki síður þegar hún mætti nokkrum dögum seinna og hóf að vinna á ný þar sem bág fjárhagsstaða hreinlega kallaði á það. Sagði Stefán að augljós munur hafi verið þegar einn starfsmaðurinn sé svo svona harmi sleginn. Erfiða stöðu hennar hafi svo mátt sjá þegar hún bað samstarfsmann Stefáns um að lána sér 300 krónur til að eiga fyrir nauðsynjum fyrir sig og börnin sín þann daginn, þar sem hún hafði misst nokkra daga úr vinnu vegna fráfalls sonarins.

Margföld mánaðarlaun söfnuðust

Stefán lét Castillo sjálfur hafa smá pening en ákvað einnig að leita á náðir Facebook-vina sinna. Segist hann hafa búist við því að mögulega myndi hann ná að safna um 30 þúsund krónum og geta þannig hjálpað henni út mánuðinn. Viðbrögðin hafi aftur á móti verið mun betri en hann þorði að vona og í heild hafi safnast um 270 þúsund krónur frá 60 einstaklingum.

Söfnuninni lauk í vikunni og lét hann Castillo fá fjármunina í dag ásamt bréfi með nöfnum þeirra sem studdu hana. Segir Stefán að hún sé mjög trúuð og að líklega muni hún vilja þakka öllum þessum gjafmildu einstaklingum sem þekkja hana ekki neitt í bænum sínum á komandi dögum.

Djúpt snortinn og þakklátur

„Það er engin upphæð sem getur bætt fyrir missir hennar en að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan í sorgarferlið er mikils virði,“ segir Stefán og bætir við: „Ég persónulega er djúpt snortinn af þessum viðbrögðum og get ekki lýst hvað ég er þakklátur fyrir alla aðstoðina og það traust sem mér er sýnt.“

Stefán Ö. Magnússon segist hafa lært gífurlega mikið af fólkinu ...
Stefán Ö. Magnússon segist hafa lært gífurlega mikið af fólkinu í Dómíníska lýðveldinu og hvernig það tekst á við lífsbaráttuna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Viðhaldi ekki sinnt fyrr en í neyð

Í gær, 23:07 Ástand húsnæðis leikskóla í Reykjavík er víða slæmt og þarfnast bæði hús og lóðir viðhalds og endurbóta. Borgaryfirvöld drógu úr öllu viðhaldi árið 2008, í kjölfar hrunsins, og síðan þá hefur viðhaldi lítið verið sinnt og ekki er farið í endurbætur fyrr en komið eru upp neyðarástand, að sögn leikskólastjóra. Meira »

Vara við hringingum úr svikanúmeri

Í gær, 22:29 Fjölmargar ábendingar berast nú lögreglu vegna sjálfvirkra hringinga úr erlendu símanúmeri. Er þá hringt og skellt á nær samstundis þannig að símanúmerið situr eftir í hringilista viðkomandi. Telur lögregla líklegt að um svikanúmer sé að ræða. Meira »

Góða veðrið flytur vestur í vikunni

Í gær, 21:52 Spáð er blíðskaparveðri á Norðvesturlandi næstu tvo daga en þá tekur að kólna lítillega. Hins vegar verður 12-14 gráðu hiti og skýjað á Suðvesturlandi á morgun og hinn en svo hlýnar eftir því sem líður á vikuna. Þetta segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Börnin eru mín besta lyfjagjöf

Í gær, 20:40 Arnrún Magnúsdóttir hefur gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu misseri. Rúmt ár er síðan hún fékk tvívegis blóðtappa í höfuðið með stuttu millibili. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik V. Karlsson, ráku árum saman veitingastaðinn Friðrik V við góðan orðstír. Þau lokuðu staðnum er hún veiktist. Meira »

50% starfsmanna orðið fyrir ofbeldi

Í gær, 19:51 Um helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun, sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2, hafa 50% starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti. Meira »

2 starfsmenn á hvert leikskólabarn

Í gær, 19:20 Misjafnt er hvernig sumarfríi leikskólanna er háttað. Í Reykjavík eru allir leikskólar lokaðir yfir sumarið, í flestum tilfellum í fjórar vikur. Í Garðabæ eru leikskólarnir opnir allt árið og þessa dagana eru starfmenn helmingi fleiri en börnin. Meira »

25 stig, blankalogn og glampandi sól

Í gær, 17:30 Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. Meira »

„Markmiðið að koma lifandi í mark“

Í gær, 18:27 Frændsystkinin Gauti Skúlason og Ásthildur Guðmundsdóttir ætla að fara saman hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst næstkomandi, eða 21 kílómetra. Þrátt fyrir að Gauti muni hlaupa vegalendina og Ásthildur sitja í sérsmíðuðum hlaupahjólastól, þá eru þau að gera þetta saman. Meira »

Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

Í gær, 16:38 Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. Meira »

Pottur brann yfir í Garðabæ

Í gær, 16:32 Pottur brann yfir í Boðahlein í Garðabæ í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var nokkur viðbúnaður þegar fyrst var tilkynnt um atvikið en þegar fyrsti dælubíll mætti á vettvang var öðrum bílum snúið við. Meira »

Á bráðamóttöku á Íslandi

Í gær, 16:30 Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.  Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

Í gær, 16:25 Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Árekstur á Ólafsfjarðarvegi

Í gær, 16:22 Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna bílslyss en vegurinn er lokaður við Syðri-Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Lóðalagerinn tæmdist

Í gær, 14:50 Nær öllum lausum lóðum í Grindavík hefur verið úthlutað og skortur er á húsnæði. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

Í gær, 13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Ók á umferðarljós og ljósastaur

Í gær, 15:00 Bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur við Gullinbrú í Grafarvogi í Reykjavík núna seint á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum. Meira »

Kannabismoldin á borði lögreglu

Í gær, 14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

Í gær, 13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »
Trilla til sölu
Trillan Fákur er til sölu. hann er 5,80m ekki skoðanaskildur 20 hö búk disel, d...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...