Flutt úr landi í skjóli nætur

Flogið var frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands í nótt.
Flogið var frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands í nótt. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Hópur albanskra flóttamanna var fluttur af landi brott kl. 4 í nótt. Flogið var með fólkið til Þýskalands og því næst til Albaníu. Á meðal þeirra sem fluttir voru í nótt voru hjón með tvö ung börn, eða Kastrijot, Xhulia, Klea og Kevi Pepoj. 

Eng­inn Al­bani hef­ur fengið hæli hér á landi enn sem komið er en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um og skýrsl­um er Alban­ía friðsælt lýðræðis­ríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógn­ar­stjórn.

Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri á hælissviði hjá Útlendingastofnun, sagði í samtali við mbl.is í lok október að hvert mál sé skoðað sér­stak­lega og reyn­ist aðstæður í ein­hverj­um mál­um albanskra rík­is­borg­ara kalla á veit­ingu hæl­is eða annarr­ar alþjóðlegr­ar vernd­ar verði hún að sjálf­sögðu veitt viðkom­andi fólki eins og lög gera ráð fyr­ir.

Ekki hefur náðst samband við upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar í morgun. 

Frétt mbl.is: Enginn Albani fengið hæli á Íslandi

Óttast um líf sitt í Albaníu

Kastrijot, Xhulia, Klea og Kevi Pepoj voru sótt á heimili sitt í Barmahlíð kl. 1 í nótt og flutt með rútu ásamt fleiri Albönum út á Keflavíkurflugvöll. Maðurinn starfaði hjá Hermanni Ragnarssyni múrara í þrjá mánuði. Var hann fjölskyldunni innan handar og ætlar hann að heimsækja hana í sumar ásamt eiginkonu sinni.

„Ég gat það ekki,“ segir Hermann, aðspurður um hvort hann hafi verið viðstaddur þegar fjölskyldan var sótt í nótt. Hann segir fjölskylduna hafa tekið flutningnum illa, þau hafi viljað vera hér á landi. Kastrijot hafi óttast um líf sitt í Albaníu en frændi hann hefur oft komist í kast við lögin.

Þá hafi börnin unað sér vel í hér á landi eftir að þau fengu að ganga í leikskóla og skóla. „Hann fékk svo góða þjónustu hér, sonur þeirra sem er langveikur, var búið að finna lyf sem virkuðu vel á hann. Mér skilst að þessi lyf fáist ekkert í Albaníu. Það er ekki sama læknisþjónustan og hér,“ sagði Hermann í samtali við mbl.is.

Héngu í kjól móður sinnar

Hermann vissi ekki að Kastrijot væri hælisleitandi þegar hann hóf störf hjá honum. „Hann var búinn að vera hjá mér í tvær vikur þegar ég er staddur við hliðina á honum þegar hringt er í hann. Þá átti hann að mæta á fund hjá Útlendingastofnun og ég skutlaði honum af því að hann var bíllaus,“ segir Hermann.

Fyrst fóru þeir heim til Kastrijot til að sækja konu hans og börnin en hann vildi taka þau með sé rá fundinn. „Þá voru þessi litlu grey búin að hanga heima í sex eða sjö mánuði hjá mömmu sinni. Þau stóðu fyrir aftan hana og héngu í kjólnum hennar, lítil í sér og feimin,“ sagði Hermann.

Eftir að Hermann rak augun í umfjöllun í fjölmiðlum þar sem kom fram að börn hælisleitenda ættu rétt á leikskóla- og skólagöngu hér á landi hófst hann handa við að koma þeim að. Það hófst að lokum og segir hann líklega hafa hjálpað til að hann gat útvegað þeim bíl svo hægt væri að aka börnunum.

„Ég skil þetta ekki, hann ætlaði bara að fá að vinna hérna og bjarga sér sjálfur. Hann var ekki að reyna að lifa á kerfinu,“ segir Hermann að lokum.

Reglurnar flokki þau í ruslflokk

Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði á Facebook-síðu sína í morgun: 

„Þykir óskaplega leitt að stjórnvöld skuli hafa gert þetta. Langveikt barn sem tilheyrir fallegri fjölskyldu, sent úr landi að næturlagi í lögreglufylgd. Þau lögðu mikið á sig í leit að betra lífi. Tilbúin til að vinna og vera með okkur hér.

Af hverju gera menn svona? Þau eru rifin frá störfum, leikskóla og nýju félagslegu samgengi. Af því að þau pössuðu ekki inn í eitthvað box hjá ráðherranum? Ólöf talar fallega en felur sig á bakvið kríteríur sem fjarlægja mannúðina úr kerfinu. Ég skammast mín.“

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi að reglurnar flokki fjölskylduna í ruslatunnu þar sem þau eru frá Albaníu. 

„En drengurinn er langveikur og bæði börnin hafa aðlagast vel hér á leikskóla og skóla og eignast góða vini, faðirinn hefur atvinnurekanda sem styður hann og ábyrgist og þykir vænt um fjölskylduna. Þau eru algjörlega sjálfbær hér á landi, sagði hann við mig í símann áðan, þó að honum leiðist orðið sem slíkt. Heimilisfaðirinn á á hættu að vera drepinn í Albaníu og þar fær sonurinn ekki þá læknishjálp sem hann þarf á að halda. Hann nær ekki andanum í verstu köstunum og er bara þriggja ára. Getum við tekið höndum saman að hjálpa þeim? Það hlýtur að vera leið,“ skrifaði hún. 

Albönsk yfirvöld fær um að vernda borgara sína

Í frétt á vef Útlendingastofnunar seg­ir að á und­an­förn­um árum hafi hæl­is­leit­end­ur frá Alban­íu verið afar áber­andi á Íslandi en fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar og mann­rétt­inda­skýrsl­ur séu sam­hljóða um að Alban­ía sé friðsælt lýðræðis­ríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógn­ar­stjórn.

Þá seg­ir einnig að mann­rétt­indi séu al­mennt virt og eft­ir­fylgni við glæpi og af­brot sé góð þrátt fyr­ir að enn sé um­bóta þörf á sum­um sviðum. „Al­bönsk yf­ir­völd eru fær um að vernda borg­ara sína og veita þeim aðstoð,“ seg­ir í frétt­inni.

Þá seg­ir einnig að flótta­manna- og hælis­kerfið sé neyðar­kerfi, ætlað fólki sem ótt­ast um líf sitt og frelsi. Það sem af er þessu ári hef­ur Útlend­inga­stofn­un veitt 55 manns hæli eða aðra alþjóðlega vernd og árið 2014 voru slík­ar veit­ing­ar 43 tals­ins. Þarna eru ekki meðtal­in út­gef­in dval­ar­leyfi til kvóta­flótta­fólks en slík leyfi skipta tug­um.

Óðinn S. Ragnarsson fylgdist með þegar fjölskyldan var flutt af heimili sínu í nótt. Hann birti eftirfarandi myndskeið á Facebooks-síðu sinni í nótt: 

Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/

Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015
mbl.is

Innlent »

„Ég hef engu logið“

13:59 „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Göngugötur í miðborginni á Airwaves

13:11 Nokkrum götum miðborgar Reykjavíkur verður breytt í göngugötur meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1. til 5. nóvember. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Kynnti sviðsmynd um minnkandi losun

13:10 Áætla má að Ísland þurfi að minnka árlegan útblástur gróðurhúsalofttegunda um allt að milljón tonn koldíoxíðs fyrir 2030. Hægt væri að ná um helmingi þessa samdráttar með aðgerðum í samgöngum. Meira »

Brutu gegn persónuverndarlögum

13:03 Persónuvernd hefur úrskurðað að Creditinfo hafi verið óheimilt að notast við upplýsingar um uppflettingar á vanskilaskrá við gerð skýrslu um lánshæfi einstaklinga. Fyrirtækinu var á hinn bóginn heimilt að nýta upplýsingar úr skattskrá og upplýsingar um að kvartandi hafi verið á vanskilaskrá. Meira »

Krefjast ekki lögbanns á Guardian

12:54 „Lögmenn eru búnir að hafa samband við Guardian. Guardian er búið að svara og við erum sáttir við þau svör,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Losun verður að líkindum yfir heimildum

12:32 Umhverfisstofnun hefur skilað til umhverfisráðuneytisins greiningu á stöðu Íslands gagnvart skuldbindingum sínum á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar. Stofnunin telur líklegt að Ísland verði ekki innan heimilda á tímabilinu og þurfi að kaupa heimildir til þess að standa við skuldbindingar sínar, sem nemi um 3,6 milljónum tonna af koldíoxíðígildum fyrir tímabilið í heild. Meira »

Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu

11:59 Íslenskir dómstólar hafa stundum vanrækt að taka afstöðu til þess hvort þau málefni sem fjölmiðlar fjalla um eiga erindi við almenning eða ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi. Meira »

Óánægðari með ferðina til Íslands

12:03 Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup. Meira »

Felldar niður vegna flóðastöðu

10:59 Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og frá Landeyjahöfn klukkan 12.45 hafa verið felldar niður vegna flóðastöðu.  Meira »

„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

10:50 „Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

10:45 Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

„Eru umtalsverðar upphæðir“

10:45 Öllum farþegum flugfélagsins Air Berlin, sem áttu bókað flug með vél félagsins sem var kyrrsett í Keflavík, var boðin ferð með annarri vél félagsins sem var á leið til sama lands og kyrrsetta vélin. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Umhverfisþing hafið í Hörpu

09:14 Umhverfisþing hófst í Hörpu í morgun með ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Það er haldið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga og að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Boðflennur á fundi sjálfstæðismanna

09:17 „Ég var sérstaklega ungur í anda þarna í gærkvöldi,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hélt erindi á kvöldi á vegum Ungra sjálfstæðismanna um veip, eða rafrettur. Meira »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
úngbarna baðborð með fjórum skúffum
er með nýlegt úngbarnabaðborð með fjórum skúffum.sími 869-2798 verð 5000 kr...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...