Flutt úr landi í skjóli nætur

Flogið var frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands í nótt.
Flogið var frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands í nótt. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Hópur albanskra flóttamanna var fluttur af landi brott kl. 4 í nótt. Flogið var með fólkið til Þýskalands og því næst til Albaníu. Á meðal þeirra sem fluttir voru í nótt voru hjón með tvö ung börn, eða Kastrijot, Xhulia, Klea og Kevi Pepoj. 

Eng­inn Al­bani hef­ur fengið hæli hér á landi enn sem komið er en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um og skýrsl­um er Alban­ía friðsælt lýðræðis­ríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógn­ar­stjórn.

Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri á hælissviði hjá Útlendingastofnun, sagði í samtali við mbl.is í lok október að hvert mál sé skoðað sér­stak­lega og reyn­ist aðstæður í ein­hverj­um mál­um albanskra rík­is­borg­ara kalla á veit­ingu hæl­is eða annarr­ar alþjóðlegr­ar vernd­ar verði hún að sjálf­sögðu veitt viðkom­andi fólki eins og lög gera ráð fyr­ir.

Ekki hefur náðst samband við upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar í morgun. 

Frétt mbl.is: Enginn Albani fengið hæli á Íslandi

Óttast um líf sitt í Albaníu

Kastrijot, Xhulia, Klea og Kevi Pepoj voru sótt á heimili sitt í Barmahlíð kl. 1 í nótt og flutt með rútu ásamt fleiri Albönum út á Keflavíkurflugvöll. Maðurinn starfaði hjá Hermanni Ragnarssyni múrara í þrjá mánuði. Var hann fjölskyldunni innan handar og ætlar hann að heimsækja hana í sumar ásamt eiginkonu sinni.

„Ég gat það ekki,“ segir Hermann, aðspurður um hvort hann hafi verið viðstaddur þegar fjölskyldan var sótt í nótt. Hann segir fjölskylduna hafa tekið flutningnum illa, þau hafi viljað vera hér á landi. Kastrijot hafi óttast um líf sitt í Albaníu en frændi hann hefur oft komist í kast við lögin.

Þá hafi börnin unað sér vel í hér á landi eftir að þau fengu að ganga í leikskóla og skóla. „Hann fékk svo góða þjónustu hér, sonur þeirra sem er langveikur, var búið að finna lyf sem virkuðu vel á hann. Mér skilst að þessi lyf fáist ekkert í Albaníu. Það er ekki sama læknisþjónustan og hér,“ sagði Hermann í samtali við mbl.is.

Héngu í kjól móður sinnar

Hermann vissi ekki að Kastrijot væri hælisleitandi þegar hann hóf störf hjá honum. „Hann var búinn að vera hjá mér í tvær vikur þegar ég er staddur við hliðina á honum þegar hringt er í hann. Þá átti hann að mæta á fund hjá Útlendingastofnun og ég skutlaði honum af því að hann var bíllaus,“ segir Hermann.

Fyrst fóru þeir heim til Kastrijot til að sækja konu hans og börnin en hann vildi taka þau með sé rá fundinn. „Þá voru þessi litlu grey búin að hanga heima í sex eða sjö mánuði hjá mömmu sinni. Þau stóðu fyrir aftan hana og héngu í kjólnum hennar, lítil í sér og feimin,“ sagði Hermann.

Eftir að Hermann rak augun í umfjöllun í fjölmiðlum þar sem kom fram að börn hælisleitenda ættu rétt á leikskóla- og skólagöngu hér á landi hófst hann handa við að koma þeim að. Það hófst að lokum og segir hann líklega hafa hjálpað til að hann gat útvegað þeim bíl svo hægt væri að aka börnunum.

„Ég skil þetta ekki, hann ætlaði bara að fá að vinna hérna og bjarga sér sjálfur. Hann var ekki að reyna að lifa á kerfinu,“ segir Hermann að lokum.

Reglurnar flokki þau í ruslflokk

Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði á Facebook-síðu sína í morgun: 

„Þykir óskaplega leitt að stjórnvöld skuli hafa gert þetta. Langveikt barn sem tilheyrir fallegri fjölskyldu, sent úr landi að næturlagi í lögreglufylgd. Þau lögðu mikið á sig í leit að betra lífi. Tilbúin til að vinna og vera með okkur hér.

Af hverju gera menn svona? Þau eru rifin frá störfum, leikskóla og nýju félagslegu samgengi. Af því að þau pössuðu ekki inn í eitthvað box hjá ráðherranum? Ólöf talar fallega en felur sig á bakvið kríteríur sem fjarlægja mannúðina úr kerfinu. Ég skammast mín.“

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi að reglurnar flokki fjölskylduna í ruslatunnu þar sem þau eru frá Albaníu. 

„En drengurinn er langveikur og bæði börnin hafa aðlagast vel hér á leikskóla og skóla og eignast góða vini, faðirinn hefur atvinnurekanda sem styður hann og ábyrgist og þykir vænt um fjölskylduna. Þau eru algjörlega sjálfbær hér á landi, sagði hann við mig í símann áðan, þó að honum leiðist orðið sem slíkt. Heimilisfaðirinn á á hættu að vera drepinn í Albaníu og þar fær sonurinn ekki þá læknishjálp sem hann þarf á að halda. Hann nær ekki andanum í verstu köstunum og er bara þriggja ára. Getum við tekið höndum saman að hjálpa þeim? Það hlýtur að vera leið,“ skrifaði hún. 

Albönsk yfirvöld fær um að vernda borgara sína

Í frétt á vef Útlendingastofnunar seg­ir að á und­an­förn­um árum hafi hæl­is­leit­end­ur frá Alban­íu verið afar áber­andi á Íslandi en fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar og mann­rétt­inda­skýrsl­ur séu sam­hljóða um að Alban­ía sé friðsælt lýðræðis­ríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógn­ar­stjórn.

Þá seg­ir einnig að mann­rétt­indi séu al­mennt virt og eft­ir­fylgni við glæpi og af­brot sé góð þrátt fyr­ir að enn sé um­bóta þörf á sum­um sviðum. „Al­bönsk yf­ir­völd eru fær um að vernda borg­ara sína og veita þeim aðstoð,“ seg­ir í frétt­inni.

Þá seg­ir einnig að flótta­manna- og hælis­kerfið sé neyðar­kerfi, ætlað fólki sem ótt­ast um líf sitt og frelsi. Það sem af er þessu ári hef­ur Útlend­inga­stofn­un veitt 55 manns hæli eða aðra alþjóðlega vernd og árið 2014 voru slík­ar veit­ing­ar 43 tals­ins. Þarna eru ekki meðtal­in út­gef­in dval­ar­leyfi til kvóta­flótta­fólks en slík leyfi skipta tug­um.

Óðinn S. Ragnarsson fylgdist með þegar fjölskyldan var flutt af heimili sínu í nótt. Hann birti eftirfarandi myndskeið á Facebooks-síðu sinni í nótt: 

Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/

Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015
mbl.is

Innlent »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...