Star Wars-æði í verslunum

Sjaldan hefur nokkurrar kvikmyndar verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og Star Wars myndarinnar The Force Awakens sem verður frumsýnd í vikunni. Disney borgaði  4 milljarða dollara fyrir Lucasfilm og Star Wars vörumerkið árið 2013 og nú er komið að því endurheimta fjárfestinguna.

Allt frá því að fyrstu myndirnar náðu vinsældum fyrir hátt í þrjátíu árum síðan hafa leikföng og hvers kyns varningur sem tengist myndunum notið mikilla vinsælda en líklega hefur úrvalið aldrei verið jafn mikið og nú. Til að mynda er hægt að versla vörur á borð við varaliti, Crocs skó, og kaffirjóma merktar myndunum. En leikföngin eru alltaf skemmtilegust og í versluninni Nexus er sannakallað Star Wars æði þessa dagana.

mbl.is kom við í Nexus í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert