Veðrið líkt og í vorleysingum

„Þetta eru ekki venjulegar hlákur yfir desembernótt. Það var það mikill snjór að þetta minnir á vorleysingar. Það hlánaði gífurlega svo stórsér á snjónum,“ segir Björn Hallur Gunnarsson, bóndi á bænum Merki í Efri-Jökuldal á Austurlandi. Björn segir að síðan í gærkvöldi hafi gert mikla rigningu og hláku og moka hafi þurft frá húsum með traktor í allan dag til þess að koma í veg fyrir að það flæddi inn í þau. Björn hefur blessunarlega ekki orðið fyrir neinu tjóni hingað til sökum veðursins. 

Mikið hefur snjóað á Austurlandi í desember en hitastig hefur farið hækkandi í gær og í dag sem meðal annars hefur orsakað vatnsleka í íbúðum aldraðra á Neskaupstað í dag ásamt því að vatn hefur víða flætt yfir vegi þar.

Sjá frétt mbl.is: Vatn flæddi inn í íbúðir aldraðra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert