Framkvæmdir verða vart stöðvaðar

PK arki­tekt­ar

„Ég fæ ekki séð að neitt geti stöðvað þessar framkvæmdir nema byggingaleyfið til þeirra verði kært og það komi fram einhverjir annmarkar á veitingu þess. Hins vegar er það auðvitað alltaf þannig að skipulagsyfirvöld og leyfishafar geta náð samkomulagi um breytingar ef talið er tilefni til þess. En það er þá bara samkomulagsatriði þeirra á milli.“

Frétt mbl.is: Taka verði tillit til sögunnar

Þetta segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og forstjóri Skipulagsstofnunar, í samtali við mbl.is spurð hvort eitthvað geti komið í veg fyrir fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á milli Lækjartorgs og Reykjavíkurhafnar í ljósi gagnrýni á þær að undanförnu. Þá ekki síst frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þær umræður hafa einkum snúist um útlit fyrirhugaðra bygginga og byggingarstíl þeirra en Ásdís bendir aðspurð á að margt fleira skipti þar máli þó byggingarstíllinn sé vitanlega mikilvægur líka. Ekki síst þegar um uppbyggingu er að ræða á auðum svæðum í gróinni byggð. Þar á meðal notagildið.

Ekki endurtekið beint það sem gert var áður

„Meðal annars að um sé að ræða húsnæði sem hentar nútímarekstri og -búsetu okkar samtíma og þar sé mögulegt að halda úti fjölbreyttum rekstri sem við væntum að geta gengið að í miðborg. Þetta sé húsnæði sem hýsi starfsemi sem sé lifandi á mismunandi tímum dags og vikunnar. Þannig að það séu ljós í gluggum og fólk á götum á mismunandi tímum. Þannig að það er svo ótal margt sem skiptir þar máli og byggingarstíllinn er auðvitað einn þátturinn en hann er engan veginn sá eini,“ segir hún ennfremur.

PK arki­tekt­ar

Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að tekið sé tillit til sögu miðborgarinnar og þeirra bygginga sem fyrir eru. Nýjar byggingar á svæðinu þurfi að standast tímans tönn í stað þess að falla fljótlega úr tísku. „Vitanlega þarf meðal annars að huga vel að sögunni og ég held að flestir ef ekki allir sem starfa að skipulagsmálum séu mjög vel meðvitaðir um virði þess að horfa til hennar í byggðinni og hvernig unnið sé út frá því,“ segir Ásdís. Það þýði hins vegar ekki að endurtekið sé beint það sem gert hafi verið áður.

Allir samtímar byggt út frá sínum samtíma

„Við erum auðvitað alltaf að bæta í og vinna út frá okkar samtíma, sjónarmiðum hans og því sem við höfum lært. Allir samtímar hafa byggt út frá sínum samtíma. Það á auðvitað líka við um þær byggingar sem verið er að horfa til frá fyrri hluta 20. aldar eða upp úr aldamótunum 1900. Síðan eru auðvitað nálægt þessum reit, sem er til umræðu núna, glæsilegar byggingar sem eru frá síðari hluta 20. aldar. Glæsilegir fulltrúar módernismans eins og til dæmis Hafnarhúsið,“ segir Ásdís. Hver tími leggi þannig til sinn hlut í þróun byggðar.

Frétt mbl.is: Ósammála sýn forsætisráðherra

Spurð hvort segja megi að sumir byggingastílar verði sígildari en aðrir segir Ásdís að oft virðist sem það nýliðna sé minnst metið. „Við höfum kannski séð það á síðari á þessi hreinu módernismi frá miðri 20. öldinni hafi fengið aftur þá virðingu sem honum ber, ef svo má segja, sem kannski var litinn svolítið hornauga á tímabili. En góð hönnun lifir einfaldlega sama í hvaða stíl hún er. Það eru auðvitað til vondir og góðir fulltrúar í byggingalist frá öllum tímum,“ segir hún ennfremur að lokum.

PK arki­tekt­ar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert