800 þúsund króna tjón á Grensás

Mynd sem tekin var í desember sl.
Mynd sem tekin var í desember sl. mbl.is/Eggert

Beint tjón af völdum vatnsleka í frambyggingu Grensásdeildar Landspítalans er um 800 þúsund krónur. Kemur þetta fram í svari við fyrirspurn mbl.is en greint var frá lekanum er upp komst um hann í desember á síðasta ári.

Í frétt mbl.is af málinu kom meðal annars fram að lekinn á Grensásdeild hafi átt sér stað í því rými sem sjúklingar sækja heim er þeir koma á deildina til endurhæfingar. Þurfti starfsfólk spítalans að bregðast við þessu með því meðal annars að setja fötur á gólfin. 

Um leið og upp komst um lekann var farið í bráðabirgðaviðgerðir en lokafrágangur er hins vegar enn eftir. Í lekanum urðu upplímdar loftaplötur fyrir skemmdum og þarf að fá nýjar plötur sem falla að þeim gömlu. Í sumum tilfellum þarf þó að skipta út klæðningu á öllu loftinu í viðkomandi rými og er nú unnið að þessu. 

Þá verður, samkvæmt áðurnefndu svari, á árinu farið í frekari endurbætur og viðgerðir á húsnæði Grensásdeildar í samræmi við auknar fjárveitingar til Landspítala.

Fyrri frétt mbl.is:

Mikill vatnsleki á Grensásdeild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert