Sex sóttu um forstjórastól Hafró

Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar. Sex sóttu um stöðu forstjóra stofnunarinnar.
Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar. Sex sóttu um stöðu forstjóra stofnunarinnar. Styrmir Kári

Sex umsóknir bárust um stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna en umsóknarfrestur rann út 31. janúar. Skipuð hefur verið þriggja manna til að meta hæfni umsækjenda. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl 2016.

Þeir sem sóttu um starfið eru Guðni Magnús Eiríksson, Sigurður Guðjónsson, Soffía B. Guðmundsdóttir, Þorleifur Ágústsson, Þorsteinn Sigurðsson og Þór Heiðar Ásgeirsson. 

Jóhann Sigurjónsson, núverandi forstjóri, sagði starfi sínu lausu fyrr á árinu, en hann mun 1. apríl fara til starfa í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu sem sér­stak­ur er­ind­reki ís­lenskra stjórn­valda varðandi mál­efni hafs­ins.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er ný stofnun sem verður til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og mun hún taka til starfa þann 1. júlí 2016.

Jóhann Sigurjónsson, núverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hættir 1.apríl.
Jóhann Sigurjónsson, núverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hættir 1.apríl. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka