Mikill samhljómur með stefnu Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á fundinum. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnu Íslands á leiðtogaráðstefnu um málefni Sýrlands sem fram fór í London í dag, en íslensk stjórnvöld ákváðu á síðasta ári að verja tveimur milljörðum króna vegna flóttamannavandans. 

Þjóðarleiðtogar samþykktu á fundinum að verja rúmlega tíu milljörðum dollara til hjálparstarfs vegna ástandsins í Sýrlandi. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að líkt og fram hafi komið á blaðamannafundi í september verði fjármagninu nýtt til móttöku flóttamanna hér á landi og málefnum flóttamanna og hins vegar til hjálparstarfs í nágrannaríkjum Sýrlands. 500 milljónir króna verði nýttar til þess síðarnefnda.

Fram kemur á vef forsætisráðuneytsins að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um auka stuðning við flóttamenn hafi vakið athygli og að Sigmundur Davíð vonist til þess að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Þá segir að í samtölum forsætisráðherra við stjórnvöld og hjálparsamtök í heimsókn hans til Líbanons hafi komið fram mikill samhljómur við stefnu Íslendinga um heildstæða nálgun til þess að takast á við vandann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert