14.303 ferðamenn komið á bráðamóttöku

Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku LSH á árunum 2001 til ...
Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku LSH á árunum 2001 til 2014. Úr rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur

Álag í heilbrigðisþjónustu hefur aukist samhliða fjölgun ferðamanna á Íslandi. Þetta kom fram í máli ræðumanna á Bráðadeginum sem haldinn var á föstudag

Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir fjölluðu á ráðstefnunni um hjúkrunarþarfir og úrræði erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítalans og kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar.

Dagný sagði fjölda ferðamanna á Íslandi hafa tvöfaldast síðan árið 2010. Áætla megi að samhliða því hafi álag á heilbrigðisstofnanir aukist. Hins vegar skorti rannsóknir á komum erlendra ferðamanna á bráðamóttöku, hjúkrunarþörfum þeirra og úrræðum sem þeim eru valin.

758 ferðamenn á tæpum þremur mánuðum

Rannsókn Helgu og Dagnýjar spannaði tímabilið 21. maí til 31. ágúst árið 2014, en þá um sumarið var ákveðið að bæta við skráningarferli fyrir þá erlendu ferðamenn sem leita á bráðamóttöku Landspítalans. Það ár komu tæplega milljón ferðamenn til landsins, en á rannsóknartímabilinu komu 758 ferðamenn á bráðamóttökuna.

„Rannsókn okkar sýndi að ef tungumálaörðugleikar koma upp þá kemur það oft í hlut hjúkrunarfræðings að ráða fram úr þeim,“ sagði Dagný.

Benti hún í kjölfarið á að rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, hafi sýnt fram á að sjúklingar sem ekki tala ensku séu líklegri til að fá lakari þjónustu. Þá séu þeir líklegri til að gangast undir óþarfa rannsóknir og hljóta skaða af meðferðinni sjálfri.

Þær niðurstöður er líklega hægt að heimfæra að einhverju leyti á heilbrigðiskerfið hér á landi.

Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir kynna niðurstöður sínar.
Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir kynna niðurstöður sínar. mbl.is/Golli

Markmiðið að bæta verklag við forvarnir

Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun, fjallaði um komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014.

Í máli hennar kom fram að erlendum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað meira en þrefalt frá árinu 2001. Sagði hún að á sama tímabili mætti sjá mikla aukningu í hópi þeirra ferðamanna sem leita á bráðamóttökuna.

Markmið rannsóknar Guðbjargar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, var að bæta verklag við forvarnir og sértæka heilbrigðisþjónustu ferðamanna, þar sem rannsóknir erlendis hafi gefið vísbendingar um að viðbrögð á ferðamannastöðum geti haft langtímaáhrif á ferðamenn sem lenda í slysum.

Komur erlendra ferðamanna greindar eftir kyni.
Komur erlendra ferðamanna greindar eftir kyni. Úr rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur

Vísbendingar um helstu álagstíma

Samtals voru skráðar 14.303 komur ferðamanna á bráðamóttöku á tímabilinu 2001-2014, en á þann hátt flokkast þeir sem ekki hafa íslenska kennitölu og hafa sömuleiðis erlent heimilisfang.

Algengast var að ferðamenn kæmu á bráðamóttökuna á þriðjudögum og laugardögum en mest er álagið jafnan í júlí og ágúst.

Guðbjörg segir niðurstöður rannsóknarinnar geta gefið vísbendingu um helstu álagstíma í heilbrigðisþjónustu tengda erlendum ferðamönnum. Þá segir hún að bæta þurfi verulega skráningu veittrar heilbrigðisþjónustu til erlendra ferðamanna.

Möguleiki sé á að nýta niðurstöðurnar við þróun viðeigandi þjónustu út frá þörfum erlendra ferðamanna og þá sé hægt að skipuleggja markvissar forvarnir út frá greiningu á aðstæðum slysa og veikinda.

Fjölmennt var á ráðstefnunni, sem haldin var í salarkynnum Hótel ...
Fjölmennt var á ráðstefnunni, sem haldin var í salarkynnum Hótel Natura.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan 11 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er sendur út í beinni útsendingu og hægt er að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...