14.303 ferðamenn komið á bráðamóttöku

Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku LSH á árunum 2001 til ...
Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku LSH á árunum 2001 til 2014. Úr rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur

Álag í heilbrigðisþjónustu hefur aukist samhliða fjölgun ferðamanna á Íslandi. Þetta kom fram í máli ræðumanna á Bráðadeginum sem haldinn var á föstudag

Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir fjölluðu á ráðstefnunni um hjúkrunarþarfir og úrræði erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítalans og kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar.

Dagný sagði fjölda ferðamanna á Íslandi hafa tvöfaldast síðan árið 2010. Áætla megi að samhliða því hafi álag á heilbrigðisstofnanir aukist. Hins vegar skorti rannsóknir á komum erlendra ferðamanna á bráðamóttöku, hjúkrunarþörfum þeirra og úrræðum sem þeim eru valin.

758 ferðamenn á tæpum þremur mánuðum

Rannsókn Helgu og Dagnýjar spannaði tímabilið 21. maí til 31. ágúst árið 2014, en þá um sumarið var ákveðið að bæta við skráningarferli fyrir þá erlendu ferðamenn sem leita á bráðamóttöku Landspítalans. Það ár komu tæplega milljón ferðamenn til landsins, en á rannsóknartímabilinu komu 758 ferðamenn á bráðamóttökuna.

„Rannsókn okkar sýndi að ef tungumálaörðugleikar koma upp þá kemur það oft í hlut hjúkrunarfræðings að ráða fram úr þeim,“ sagði Dagný.

Benti hún í kjölfarið á að rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, hafi sýnt fram á að sjúklingar sem ekki tala ensku séu líklegri til að fá lakari þjónustu. Þá séu þeir líklegri til að gangast undir óþarfa rannsóknir og hljóta skaða af meðferðinni sjálfri.

Þær niðurstöður er líklega hægt að heimfæra að einhverju leyti á heilbrigðiskerfið hér á landi.

Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir kynna niðurstöður sínar.
Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir kynna niðurstöður sínar. mbl.is/Golli

Markmiðið að bæta verklag við forvarnir

Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun, fjallaði um komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014.

Í máli hennar kom fram að erlendum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað meira en þrefalt frá árinu 2001. Sagði hún að á sama tímabili mætti sjá mikla aukningu í hópi þeirra ferðamanna sem leita á bráðamóttökuna.

Markmið rannsóknar Guðbjargar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, var að bæta verklag við forvarnir og sértæka heilbrigðisþjónustu ferðamanna, þar sem rannsóknir erlendis hafi gefið vísbendingar um að viðbrögð á ferðamannastöðum geti haft langtímaáhrif á ferðamenn sem lenda í slysum.

Komur erlendra ferðamanna greindar eftir kyni.
Komur erlendra ferðamanna greindar eftir kyni. Úr rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur

Vísbendingar um helstu álagstíma

Samtals voru skráðar 14.303 komur ferðamanna á bráðamóttöku á tímabilinu 2001-2014, en á þann hátt flokkast þeir sem ekki hafa íslenska kennitölu og hafa sömuleiðis erlent heimilisfang.

Algengast var að ferðamenn kæmu á bráðamóttökuna á þriðjudögum og laugardögum en mest er álagið jafnan í júlí og ágúst.

Guðbjörg segir niðurstöður rannsóknarinnar geta gefið vísbendingu um helstu álagstíma í heilbrigðisþjónustu tengda erlendum ferðamönnum. Þá segir hún að bæta þurfi verulega skráningu veittrar heilbrigðisþjónustu til erlendra ferðamanna.

Möguleiki sé á að nýta niðurstöðurnar við þróun viðeigandi þjónustu út frá þörfum erlendra ferðamanna og þá sé hægt að skipuleggja markvissar forvarnir út frá greiningu á aðstæðum slysa og veikinda.

Fjölmennt var á ráðstefnunni, sem haldin var í salarkynnum Hótel ...
Fjölmennt var á ráðstefnunni, sem haldin var í salarkynnum Hótel Natura.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...