Maðurinn enn þungt haldinn

Karlmaður var stunginn með hnífi fyrir utan Sæmundargötu 16 aðfaranótt …
Karlmaður var stunginn með hnífi fyrir utan Sæmundargötu 16 aðfaranótt sunnudags. Styrmir Kári

Líðan karlmannsins sem var stunginn fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans og er þungt haldinn. Maðurinn gekkst undir aðgerð eftir að hann var fluttur á spítalann eftir árásina.

Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að enn sé verið að yfirheyra vitni í málinu. Hann vill ekki gefa frekari upplýsingar um áverka mannsins, til að mynda hvort hann hafi verið stunginn oftar en einu sinni.

Samkvæmt heimildum mbl.is er árásarmaðurinn nemandi við Háskóla Íslands.

Mennirnir eru vinir og báðir fæddir 1989 en svo virðist sem einhver ágreiningur hafi komið upp á milli þeirra. Árásarmaðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 9. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert