Jón Steinar skrifar þingmönnum

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent þingmönnum bréf vegna frumvarpa sem lögð hafa verið vegna stofnun millidómstigs.

Hann segir breytinguna nauðsynlega og leggur jafnframt til sex breytingar á frumvörpum ríkisstjórnarinnar.

Frétt mbl.is: 15 dómarar eigi sæti við Landsrétt

Í fyrsta lagi vill Jón Steinar fækka ætti dómurum í Hæstarétti niður í fimm og telur hann að ættu þeir ættu allir að dæma í öllum málum.

Í öðru lagi leggur hann til að meginreglan verði sú að ekkert mál fari nema á tvö dómstig eins og verið hefur, en ekki þrjú, eins og ráðgert er í frumvarpinu að verði um þau mál sem skotið er til Hæstaréttar.

Í þriðja lagi nefnir Jón Steinar að ef fallist verði á fyrstu tvær tillögurnar verði ekki þörf á því að dómarar á millidómstigi verði nema 9-12 talsins en ekki 15, eins og frumvarpið um dómstóla gerir ráð fyrir.

Í fjórða lagi leggur hann til að reglum um skipan dómara að Hæstarétti verði breytt og sitjandi dómara  þegar ákvarðanir um það efni verða teknar verði afnumin að öllu.

Í fimmta lagi telur Jón Steinar að breyta þurfi reglum um samningu dómsatkvæða í Hæstarétti, þannig að hver dómari semji sínar eigin forsendur undir eigin nafni.

Í sjötta lagi telur hann að setja þurfi reglu um að skipuðum dómurum við Hæstarétt verði óheimilt að taka að sér störf á vettvangi stjórnsýslu, svo sem að taka sæti í nefndum sem semja lagafrumvörp o.fl.

„Þessar tillögur eru til þess fallnar að gera dómskerfið einfaldara en frumvarpið ráðgerir, auka réttaröryggi og stuðla að skýrari dómsúrlausnum. Þá mun meðferð málanna að jafnaði taka styttri tíma en leiðir af reglum frumvarpsins óbreyttum.

Ennfremur er sú útfærsla sem ég legg til ódýrari, bæði við að koma breytingunni á en einnig við rekstur dómstólanna eftir að henni hefur verið hrint í framkvæmd. Ég lýsi mig reiðubúinn til að mæta á fundi ef óskað er eftir í því skyni að skýra sjónarmið mín og tillögur nánar,“ segir í bréfi Jóns Steinars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert