Jökulsárlón til sölu

Ferðamenn við Jökulsárlón
Ferðamenn við Jökulsárlón mbl.is/RAX

Jörðin Fell í Austur-Skaftafellssýslu, austan við Jökulsárbrú, sem meðal annars nær til um helmings Jökulsárlóns verður boðin upp hinn 14. apríl næstkomandi. Er það niðurstaða Sýslumanns á Suðurlandi sem úrskurðaði gerðarbeiðendum í hag, um að setja jörðina á nauðungarsölu, hinn 10. mars síðastliðinn. Gerðarþolendur eru hluti landeigenda sem vilja halda landinu í sameign en niðurstaða dómkvadds matsmanns er sú að jörðin sé óskiptanleg.

Um 40 landeigendur eiga hlut í jörðinni sem rekja má til óskipts dánarbús. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er búist við því að jörðin verði seld á allt að tvo milljarða króna en hún er alls rúmlega 10.500 hektarar að stærð.

Jökulsárlón er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Sýna tölur að um þriðjungur ferðamanna skoðar lónið á ferð sinni um Ísland. Hafa deilur milli landeigenda staðið um það hvernig beri að stuðla að uppbygginu ferðaþjónustu á landinu. „Við þessa aðgerð mun landið losna úr álögum og loksins getur ferðaþjónusta blómstrað á þessari náttúruperlu og hún skilað okkur ánægðum ferðamönnum með einstaka upplifun. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir fjárfestingu og uppbyggingu á landinu,“ segir Hulda Jónasdóttir, einn landeigenda og gerðarbeiðandi í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert