Sjálfstæðismenn funda klukkan 18.45

Um 3.000 manns mótmæla nú á Austurvelli.
Um 3.000 manns mótmæla nú á Austurvelli. mbl.is/Golli

Boðað verður til þingkosninga í haust, samkvæmt heimildum Rúv. Þingflokksfundur átti að hefjast hjá Framsóknarmönnum kl. 18 og að honum loknum hyggst Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ræða við blaðamenn.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur ekki verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af þingmönnum flokksins.

Uppfært kl. 18.21:

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sátu enn á fundi í Stjórnarráðinu nú fyrir stundu.

Mikil eftirvænting ríkir í Alþingishúsinu, þar sem á fimmta tug fjölmiðlamanna eru saman komnir og bíða þess að blaðamannafundur hefjist. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvenær það verður.

Stór hluti erlendu blaðamannanna er frá Norðurlöndum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru um 2.500 mótmælendur utandyra, sem láta vel í sér heyra.

Uppfært kl. 18.29:

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við blaðamann mbl.is að þingflokkur sjálfstæðismanna hygðist funda „rétt á eftir“. Hann vildi ekki tjá sig um framhaldið og sagði að það væri Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar að gera það.

Þingflokksfundur Framsóknarflokks hefst kl. 18.45.

mbl.is/Júlíus



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert