Tæplega 500 gengu úr þjóðkirkjunni

Hallgrímskirkja.
Hallgrímskirkja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls gengu 498 úr þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. janúar til 31. mars.  Á sama tíma gengu 130 í þjóðkirkjuna, þar af voru 15 þeirra áður í fríkirkjum.

Þetta kemur fram hjá Þjóðskrá Íslands.

Samtals gengu því 268 fleiri úr þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu. 22 fleiri gengu í fríkirkjurnar þrjár en úr þeim og 236 gengu í önnur trúfélög en úr þeim.

Af þeim 498 sem gengu úr þjóðkirkjunni skráðu 48 sig í fríkirkjur.

72 fleiri gengu í lífsskoðunarfélagið Siðmennt en úr því.

Nýskráðir utan félaga voru 265 fleiri en gengu í félög eftir að þeir höfðu verið utan félaga.

Í ótilgreint trúfélag voru 227 færri skráðir en fluttust úr þeim flokki.

Meðlim­um þjóðkirkj­unn­ar fækkaði um 4.805 á síðasta ári sem er um­tals­vert meiri fækk­un en síðustu ár. Engu að síður eru enn 71,5% þjóðar­inn­ar skráð í rík­is­kirkj­una, sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar. 

Frétt mbl.is: Þjóðkirkjufólki fækkar hraðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert