41% myndi líklegast kjósa Ólaf Ragnar

Ólafur Ragnar á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar á Bessastöðum. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur mests stuðnings í embætti forseta Íslands samkvæmt könnun Zenter dagana 26.-28. apríl, en spurt hvar hvaða frambjóðenda þátttakendur væru líklegastir til að kjósa.

Alls svaraði 821 og sagði 41% líklegast myndu kjósa Ólaf Ragnar, en 18,3% Andra Snæ Magnason og 6,2% Höllu Tómasdóttur.

Það var RÚV sem sagði frá könnunni en í frétt miðilsins kom fram að Hrannar Pétursson og Bæring Ólafsson, sem báðir hafa dregið framboð sitt til baka, komu næstir með 1,5% og 1,1%

15,3% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn og 9% að þeir myndu skila auðu.

Af þeim sem tóku afstöðu til forsetaefnanna telja 57,6% líklegast að þau muni kjósa Ólaf Ragnar, 25,8% Andra Snæ og 8,7% Höllu Tómasdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert