Allt stefnir í metár 2017 í skipakomum

Í gær afhenti frönsk skipasmíðastöð nýjasta og stærsta farþegaskip heims, …
Í gær afhenti frönsk skipasmíðastöð nýjasta og stærsta farþegaskip heims, Harmony of the Seas. Það tekur um 6.000 farþega og í áhöfn eru 2.400. AFP

„Á þessum markaði er almennt gert ráð fyrir aukningu á næstu árum,“ segir Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna, en sumarvertíð í kringum skemmtiferðaskipin hefst af alvöru um og eftir hvítasunnuhelgina.

Von er á næststærsta skipi sumarsins, Celebrity Eclipse, til Akureyrar á sunnudag og sama skip kemur til Reykjavíkur á þriðjudag. Annað skip, Albatros, kemur þann dag til Reykjavíkur. Eftir það fellur varla úr dagur fram í miðjan september og verða síðustu skipin hér á ferðinni um miðjan október.

Alls er búist við um 109 þúsund farþegum til Reykjavíkur í sumar og um 95 þúsund til Akureyrar. Skipakomur eru 113 til Reykjavíkur og um 100 til Akureyrar, en þessi skip koma mörg hver einnig víðar við um landið í sumar.

Að sögn Ernu stefnir allt í metár á næsta ári. Nú þegar hafa 107 skipakomur verið boðaðar og fleiri gætu bæst við. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, hefur sömu sögu að segja; þangað hefur fjöldi skipa boðað komu sína á næsta ári.

Áhöfn Harmony of the Seas, 2.384 menn, var viðstödd afhendingu …
Áhöfn Harmony of the Seas, 2.384 menn, var viðstödd afhendingu skipsins frá skipasmíðastöði í St. Nazaire í Frakklandi í gær. Rúm eru fyrir 6.296 farþega í skipinu. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert