„Vonandi getum við öll fagnað meira“

Íslenskir stuðningsmenn í Frakklandi eru litríkir.
Íslenskir stuðningsmenn í Frakklandi eru litríkir. mbl.is/Golli

„Það verður mikið partý hjá Íslendingum í Marseille í kvöld [gærkvöldi] og vonandi getum við öll fagnað meira á morgun [í dag],“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í Marseille í gær vegna landsleiksins gegn Ungverjum á EM í dag. Leikurinn hefst kl. 16.

Hátt í 10 þúsund Íslendingar eru mættir til Marseille til að styðja landsliðið. Fjöldi fólks var þegar mættur á svæðið í gær. Meðal þeirra var 80 manna hópur á vegum Húsvíkingsins Hólmfríðar Garðarsdóttur, sem rekur litla ferðaskrifstofu. Allur hópurinn tengist Húsavík meira og minna.

Sálfræðingar, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, segja árangur landsliðsins hafa mikil og góð áhrif á þjóðarsálina og jafnist á við stóran skammt af geðlyfjum. Mót sem þessi sameini fólk, líkt og þorskastríðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert