„Ég er enn þá í spennufalli

„Ég er enn þá í spennufalli, þetta var æðislegt,“ sagði Karólína Inga Guðlaugsdóttir eftir að hafa dregið myndarlegan 12–13 punda hæng á land í Elliðaánum í morgun. Þetta er fyrsti laxinn sem hún veiðir en samkvæmt hefð er það Reykvíkingur ársins sem fær að veiða fyrsta lax tímabilsins í ánum.

Í þetta sinn eru það þau Reinhard Reinhardsson og Karólína sem eru Reykvíkingar ársins en heiðurinn hljóta þau fyrir ræktun á svæði í Viðarásnum sem hafði skemmst eftir aurskriðu.

mbl.is var á staðnum í morgun þegar laxinn var dreginn á land.

Sjá frétt mbl.is: Reinhard og Karólíns Reykvíkingar ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert