Beiðni um tímabundið leyfi lögð fram

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum. Hefur Sveinbjörg verið í fæðingarorlofi frá 13. desember á síðasta ári.

Hún sagði í yfirlýsingu 5. apríl sl. í kjölfar þess að Kastljós greindi frá félögum sem hún stofnaði þegar hún starfaði í Lúxemborg að hún ætlaði að óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef athugun á máli hennar yrði ekki lokið þegar fæðingarorlofi hennar myndi ljúka. 

Sjá frétt mbl.is: Óskar tímabundins leyfis

Fæðingarorlofi hennar lauk 13. júní síðastliðinn og hefur hún því nú formlega óskað eftir tímabundnu leyfi. Beiðni hennar var lögð fram þann 13. júní og var hún tekin fyrir á fundi forsætisnefndar borgarinnar þann 16. júní. Var beiðninni vísað til borgarstjórnar þar sem hún verður tekin fyrir á fundi sem hefst klukkan 14 í dag.

Eftir Kastljósþáttinn, þar sem þau Sveinbjörg Birna og Júlíu Vífill Ingvarsson voru til umfjöllunar, óskaði forsætisnefnd Reykjavíkurborg eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tæki máið til athugunar. Hefur nefndin ekki úrskurðarvald um það hvort siðareglur hafi verið brotnar. 

Í álitinu segir að það beri ekki vott um sterka borgaralega ábyrgðarkennd að ráðstafa fjármunum sínum í aflandsfélög. 

Sjá frétt mbl.is: Hörð gagnrýni í áliti siðanefndar

Eign í aflandsfélagi stangist enn fremur í það minnsta á við andann í reglum um að forðast misnotkun á almannafé. Þótt einkaeign í aflandsfélagi feli ekki í sér ráðstöfun á almannafé hafi verið færð fyrir því rök að slík eign hafi alvarlega afleiðingar fyrir opinberan rekstur og íslenskt efnahagslíf almennt, að mati nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert