Söfnuðu tæpum tólf milljónum

Rúmlega 1.100 hjólreiðamenn tóku þátt í WOW Cyclothon.
Rúmlega 1.100 hjólreiðamenn tóku þátt í WOW Cyclothon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæpar 12 milljónir söfnuðust í WOW Cyclothon til styrktar Hjólakrafti en um 1.100 manns hjóluðu hringinn til styrktar samtakanna. Team Kvika stóðu sig best í áheitasöfnuninni og söfnuðu 756.500 krónum fyrir málefnið. Næstbest var lið Fjallabræðra með 554.000 krónur og í þriðja sæti í söfnuninni var lið Toyota með 492.000 krónur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW air.

Samtökin Hjólakraftur voru stofnuð af Þorvaldi Daníelssyni til að hjálpa börnum og unglingum sem höfðu á einn eða annan hátt orðið undir í baráttunni við lífstílssjúkdóma og ekki fundið sig í hópíþróttum.

Í A-flokki kom Park Inn by Radisson fyrst í mark á tímanum 39:39:31 og sigraði keppni blandaðra liða en í B-flokki var það lið Olís-HFR sem voru fyrstir í flokki karla liða. Þeir hjóluðu hringinn á 36:55:2. Sigurliðið í flokki blandaðra liða var lið Team Volvo en það kom í mark á tímanum 38:18:53.  Sigurvegarar í kvennaflokki var liðið Spinnigal en þær komu í mark á tímanum 42:38:50.

Í einstaklingskeppninni kom Eiríkur Ingi Jóhannsson fyrstur í mark en í öðru sæti var Omar Di Felice.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert