Kæru utankjörfundarkosninga vísað frá

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Greint var frá því í gær að utankjörfundarkosning í forsetakosningunum í ár hefði verið kærð til Hæstaréttar. Sneri kæran að at­kvæðagreiðslunni sem fram fór frá 30. apríl og fram til 25. maí, þegar inn­an­rík­is­ráðuneytið aug­lýsti hverj­ir væru í fram­boði.

Frétt mbl.is: Utankjörfundarkosning kærð

Hæstiréttur hefur hins vegar vísað kærunni frá, þar sem í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands sé hvergi er að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir eða gerðir ráðherra, kjörstjórna eða annarra stjórnvalda um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Einungis má leita eftir ógildingu forsetakjörs í heild.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is höfðu um 500 manns greitt atkvæði utan kjörfundar 25. maí, eða um 0,2% kosningabærra manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert