Úrsögn Breta söguleg tíðindi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir úrsögn Breta vera söguleg tíðindi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir úrsögn Breta vera söguleg tíðindi. Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, segir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um veru þeirra í ESB sannarlega vera söguleg tíðindi.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segist hann sjálfur hafa haft áhyggjur af Evrópusambandinu frá því hann fór að fylgjast með stjórnmálum. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun sem að mínu mati var og er hættuleg,“ segir í færslu Sigmundar Davíðs.

Ísland hafi borið gæfu til að hverfa frá hugmyndum um að ganga í ESB. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert