Hannes verður í grænu á móti Englendingum

Hannes Þór Halldórsson verður í grænum búning á mánudag en …
Hannes Þór Halldórsson verður í grænum búning á mánudag en ekki rauðum. AFP

Flogið verður með nýja búninga fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu frá Keflavík til Nice í Frakklandi á morgun vegna leiks Íslands og Englands í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar þar í borg á mánudagskvöld.

Hannes Halldórsson, markvörður landsliðsins, átti að leika í rauðu en leikur þess í stað í grænum búningi, sem átti ekki að taka í notkun fyrr en í næstu keppni.

Ástæðan er sú að Englendingar áttu fyrsta búningaval og völdu að spila í hvítum treyjum og buxum og rauðum sokkum. Búningarnir verða í handfarangri á leiðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert