Viðrar vel til góðrar kosningaþátttöku

Kosningarnar í dag fara fram í góðu veðri.
Kosningarnar í dag fara fram í góðu veðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir hæglætisverður í dag þegar nýr forseti verður kjörinn. Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt og lítilli vætu. Víða verður þó skýjað.

Búast má við rigningu á Suðvesturlandi seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Suðlæg átt verður á höfuðborgarsvæðinu, 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning. Í kvöld bætir aftur í vind og rigningu. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert