Rólegt veður um land allt á morgun

Spáð er rólegu veðri á morgun. Gott gæti verið að …
Spáð er rólegu veðri á morgun. Gott gæti verið að hafa með sér regnhlífina á Arnarhól til vonar og vara því gera má ráð fyrir skúrum út morgundaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland mætir Englandi á EM í knattspyrnu klukkan 19 á morgun. Risaskjár verður settur upp á Arnarhóli fyrir stuðningsmenn Íslands og áætla skipuleggjendur að mannfjöldinn verði mikill, allt að 10 til 15 þúsund manns.

Í Nice í Frakklandi þar sem leikurinn verður spilaður virðist ætla að verða nokkuð bjart, hlýtt og þurrt. Sumarlegt og þar gott að vera að sögn Birtu Lífar Kristinsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

En hvernig er spáin hér heima á morgun?

„Þetta verður ósköp rólegt veður, frekar hægur vindur um mestallt land,“ segir Birta Líf en búast má við skúrum um land allt. „Ég býst ekki við að það verði mjög mikið,“ segir Birta Líf.

Hún segir að aðstæður á Arnarhóli, þar sem leikurinn verður sýndur á risaskjá, verði fínar en ráðleggur þeim sem ætla að mæta þangað að hafa með sér regnhlífina til vonar og vara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert