Íslendingar geta enn keypt miða

Ekki er öll von úti fyrir þá Íslendinga sem vantar …
Ekki er öll von úti fyrir þá Íslendinga sem vantar miða á leikinn gegn Frökkum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þeir Íslendingar sem keypt hafa miða á leiki Íslands á Evrópumótinu munu fá tölvupóst í dag með upplýsingum um hvernig þeir geti keypt miða á leikinn gegn Frökkum. 

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að samkvæmt UEFA verði sendur póstur í dag, með hlekk á vefsíðu miðasölunnar, þar sem þeir Íslendingar sem eru í miðasölugagnagrunni UEFA, geti keypt miða á sérstök Íslendingasvæði á vellinum. „Það gæti verið talsvert af miðum sem er þarna í boði.“

Svo virðist sem einhverjir hafi þegar fengið tölvupóstinn og miðasalan sé því hafin. Það er því ekki öll von úti enn fyrir þá sem reyndu að kaupa miða í hádeginu en fengu ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert