UNICEF sendir landsliðinu kveðju

Strákarnir í landsliðinu eru í baráttuliði UNICEF.
Strákarnir í landsliðinu eru í baráttuliði UNICEF. /UNICEF á Íslandi

Stærstu barnahjálparsamtök í heimi, UNICEF, óska íslenska landsliðinu til hamingju með árangurinn á EM á Twitter-aðgangi sínum. Alþjóðleg skrifstofa UNICEF er með yfir 5,5 milljónir fylgjenda á Twitter og starfsemi í yfir 190 löndum.

Það er ekki bara árangur strákanna í landsliðinu sem vekur athygli alþjóðlega heldur líka stuðningur þeirra við UNICEF, en þeir hafa tekið virkan þátt í baráttuliði UNICEF.

Frétt mbl.is: Landsliðsmenn safna í baráttulið

„Til hamingju Ísland og vinir þeirra hjá @unicefisland fyrir frábæra sigra þeirra á #EURO2016 #TeamUNICEF,“ segir í tístinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert