Nágrannarnir í norðri fylgdust með Íslandi

Allir fögnuðu í bíósalnum í Sisimiut þegar blásið var til …
Allir fögnuðu í bíósalnum í Sisimiut þegar blásið var til leiksloka í leik Íslands og Englands. ljósmynd/Johannes Müller

Íslenska landsliðið hefur unnið hugi og hjörtu fólks um allan heim, ekki síst á Norðurlöndunum og öðrum sérstökum vinaþjóðum. Í Sisimiut á Grænlandi fylgdist fólk grannt með gangi mála í leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitunum á bíóskjá í menningarhúsi bæjarins.

Í frétt grænlenska vefmiðilsins Sermitsiaq segir að íbúar bæjarins hafi haldið með Íslandi en menningarhúsið Taseralik bauð upp á ókeypis sýningu á leiknum á stórum bíóskjá. Það fjölgaði í hópnum eftir að íslenska liðið jafnaði og þegar það bætti óvænt við öðru marki brutust út mikil fagnaðarlæti í salnum.

Sisimiut er næststærsti bær Grænlands en hann er á vesturströnd eyjunnar.

Fleiri myndir frá Sisimiut má finna í meðfylgjandi frétt Sermitsiaq

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert