Skaut Nadezdu með byssu föður síns

Nadezda Edda Tarasova
Nadezda Edda Tarasova

Guðmundur Valur Óskarsson skaut eiginkonu sína, Nadezdu Eddu Tarasovu, í hnakkann þar sem hún lá sofandi í hjónarúmi í íbúð þeirra á Akranesi aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl sl. Því næst skaut hann sjálfan sig og féll við það af rúmstokknum, þar sem hann sat, niður á gólf herbergisins.

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á málinu er lokið og er þetta niðurstaða lögreglu. Þar sem sakborningurinn er látinn fer málið ekki lengra.

Byssan sem Guðmundur Valur notaði var í eigu dánarbús föður hans og var eitt þriggja skotvopna sem fundust á heimilinu við rannsókn lögreglu. Hann hafði leyfi fyrir hinum tveimur.

Ju­lia Tara­sova, dótt­ir Nadezdu, ræddi við Önnu Marsi­bil Clausen, blaðamann mbl.is, um móður sína og var viðtalið birt á mbl.is og í Morg­un­blaðinu. Von­aðist Ju­lia til þess að sag­an kynni að bjarga öðrum kon­um frá sömu ör­lög­um og mættu móður hennar.

Í viðtal­inu grein­di hún frá því að móðir henn­ar hefði tví­veg­is reynt að skilja við Guðmund Val, í seinna skiptið þrem­ur vik­um áður en hann myrti hana.

Frétt mbl.is: Fundu þrjú skotvopn í íbúðinni

Frétt mbl.is: „Ég vil bara réttlæti“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert