Handtekinn fyrir morðið á Íslendingi

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. mbl.is

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur nú handtekið mann fyrir aðild að morðinu á íslenskum karlmanni í vesturhluta borgarinnar á mánudaginn í síðustu viku.

Karlmaðurinn íslenski fannst blóðugur á tjaldstæði í borginni og staðfesti lögregla að hann hefði látist á sjúkrahúsi síðar sama dag. 

Sjá frétt mbl.is: Íslenskur maður myrtur í Svíþjóð

Í svari lögreglunnar í Stokkhólmi við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að búið sé að handtaka karlmann sem fæddur er árið 1978, og að hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir aðild að morðinu. 

Í frétt Aftonbladet segir að vitni segi manninn hafa verið stunginn fimmtán sinnum og sleginn ítrekað með járnstöng. Haft var eftir vitni að mennirnir hafi rifist um dulkóðuð tölvugögn í aðdraganda árásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert