Tíu nauðganir á tveimur vikum

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisafbrota á Landspítalanum í Fossvogi í síðustu viku. Fjórir leituðu þangað vikuna á undan.

Alls hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni það sem af er árinu, að því er kemur fram á Visir.is.

Flestir fengu aðstoð vikurnar 13. til 19. júní og 11. til 17. júlí.

Í samtali við Hrönn Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttökunnar, kemur fram að um helmingur þolenda hafi ákveðið að kæra.

Einnig telur hún að Druslugangan sem var gengin um síðustu helgi hafi haft jákvæð áhrif. Þolendur hafi verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar á neyðarmóttökunni.

Að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins frá 10. júlí, þar af tíu nauðganir, að því er Visir.is greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert