Mistök að loka herstöðinni

The P-8 Poseidon.
The P-8 Poseidon. Ljósmynd/Bandaríski sjóherinn

Mistök voru gerð af hálfu bandarískra stjórnvalda þegar þau tóku þá ákvörðun fyrir um áratug að loka herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði Sérfræðingar í varnarmálum hafa ítrekað viðrað þetta sjónarmið á undanförnum misserum og nú síðast var lagt til að herstöðin yrði aftur tekin í notkun í skýrslu bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies (CSIS).

Herstöðin var fyrst sett á laggirnar árið 1951 en áratug áður höfðu fyrstu bandarísku hermennirnir komið til Íslands á grundvelli samkomulags við íslensk stjórnvöld um að Bandaríkjamenn tækju að sér hervernd landsins á meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði. Bretar höfðu hernumið Ísland vorið 1940 af ótta við að Þjóðverjar yrðu annars fyrri til.

Bandaríski herinn yfirgaf Ísland eftir að styrjöldinni lauk en sneri aftur 1951 á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Kalda stríðið var þá hafið og hafði Ísland gengið í Atlantshafsbandalagið (NATO) tveimur árum áður. Herstöðin var reist í kjölfarið. Herstöðinni var lokað 2006 eftir að viðræður um áframhaldandi starfsemi hennar skiluðu ekki árangri.

Mikilvægt að fylgjast með rússneskum kafbátum

Varnarsamningurinn á milli Íslands og Bandaríkjanna hélt hins vegar áfram gildi sínu en gerðar voru ákveðnar breytingar á honum til samræmis við breytt fyrirkomulag. Bandaríkjamenn hétu því sem fyrr að verja Ísland en eftirliti með lofthelgi landsins hefur síðan bæði verið sinnt af þeim og öðrum NATO-ríkjum. Hafa ríkin skipst á að sinna eftirlitinu í nokkra mánuði í senn.

Hlutverk herstöðvarinnar, fyrir utan það að tryggja varnir Íslands, var einkum að fylgjast með umferð rússneskra herflugvéla og herskipa um Norður-Atlantshaf. Ekki síst kafbáta. Sérfræðingar á sviði varnarmála telja að vaxandi þörf sé á slíku eftirliti á ný vegna aukinna umsvifa rússneskra herflugvéla og herskipa á svæðinu á undanförnum árum.

Meðal annars er lögð áhersla á þetta atriði í skýrslu CSIS. Varað er við því að NATO hafi ekki burði eins og staðan er í dag til þess að bregðast með skömmum fyrirvara við vaxandi umferð rússneskra kafbáta um Norður Atlantshafið og Eystrasaltið. Ekki aðeins vegna minni viðbúnaðar en áður hendur einnig skorti á samhæfingu á milli bandalagsþjóðanna og bandalagsins.

Frá lokun herstöðvarinnar 2006.
Frá lokun herstöðvarinnar 2006. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Furðu losnir vegna lokunar herstöðvarinnar

Lagt er meðal annars til í skýrslunni að NATO opni á ný herstöðina á Miðnesheiði sem lið í að efla kafbátavarnir bandalagsins. Tryggja þurfi að réttur búnaður sé fyrir hendi á réttum stöðum þegar hans gerist þörf. Einnig er lagt til að Norðmenn opni á ný herstöð sem rekin var í Olavsvern í Norður-Noregi í þessum tilgangi en herstöðin hefur verið seld einkaaðilum.

Fjallað var um málið af bandaríska dagblaðinu Christian Science Monitor í mars á þessu ári. Þar kom meðal annars fram að sérfræðingar í varnarmálum hefðu verið furðu losnir þegar Bandaríkin ákváðu að loka herstöðinni á Íslandi árið 2006. Landfræðileg staðsetning Íslands skipti máli og mikilvægt væri fyrir NATO og Bandaríkin að hafa hér aðstöðu.

Haft var eftir Gerry Hendrix, fyrrverandi skipherra í bandaríska sjóhernum og sérfræðingi hjá hugveitunni Center for a New American Security (CNAS), að Bandaríkjamenn hefðu aldrei átt að draga úr starfssemi sinni á Íslandi og Carl Hvenmark Nilsson hjá CSIS sagði miklu skipta að „hafa augu og eyru á Íslandi“ til þess að fylgjast með ferðum Rússa. 

Samið um aukinn viðbúnað Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld hafa kynnt áform um að gera endurbætur á aðstöðunni á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Einkum í því skyni að hægt verði að þjónusta þar P-8 Poseidon kafbátaeftirlitsflugvélar. Þá hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld samið um aukna viðveru bandaríska hersins hér á landi vegna stöðu öryggismála í Evrópu og Norður-Atlantshafi.

Tekið hefur verið skýrt fram að um tímabundið fyrirkomulag sé að ræða og ekki sé ætlunin að bandarískur her verði varanlega hér á landi. Þá standi ekki til að opna herstöðina á nýjan leik. Þá hefur verið lögð áhersla á að aukinn viðbúnaður Bandaríkjamanna rúmist innan varnarsamningsins frá 1951 og breytinga á honum í kjölfar brotthvarfs hersins árið 2006.

Bandarísk F-16 orrustuþota.
Bandarísk F-16 orrustuþota. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Stimplar
...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...