Hæsta boð í Fell er 1,5 milljarður

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hæstu tilboð sem borist hafa í jörðina Fell við Jökulsárlón eru á bilinu 1 til 1,5 milljarðar króna. Tvö hæstu tilboðin bárust lögmanni sem sér um söluna fyrir sýslumann nokkrum mínútum fyrir fund með landeigendum þar sem taka átti afstöðu til tilboðs upp á 1 milljarð. Boðaður er annar fundur eftir hálfan mánuð og enn er tekið við tilboðum.

Hæsta tilboðið er frá manni sem á lítinn hlut í jörðinni en er bróðir eigendanna sem kröfðust nauðungarsölu til slita á sameign jarðarinnar Fells.

Bjóðendur virðast ekki hafa verið beðnir um að sýna fram á að þeir geti staðið við boð sín, eins og áskilið er í skilmálum nauðungarsölunnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert