Vill auka gagnsæi og eftirlit

Kjartan Magnússon í ræðustól í borgarstjórn Reykjavíkur.
Kjartan Magnússon í ræðustól í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun í dag á fyrsta borgarstjórnarfundi vetrarins leggja fram tillögu um ferðakostnað og ferðaheimildir í því skyni að auka gagnsæi og eftirlit við ráðstöfun almannafjár.

Að sögn Kjartans lagði hann fram í borgarráði fyrir ári tillögu sama efnis sem fjallaði um að borgarfulltrúar fengju að sjá fyrirfram kostnaðaráætlanir þegar borgin væri að senda sendinefndir til útlanda.

Tillagan var tekin fyrir 18. júní 2015 og var efni hennar breytt á þá leið að ekki skyldi upplýst um slíkar kostnaðaráætlanir fyrirfram heldur eftir á með því að leggja lista yfir samþykktar ferðaheimildir fyrir viðkomandi ráð og nefndir borgarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert