Andlát: Eiríkur Smith Finnbogason

Eiríkur Smith Finnbogason.
Eiríkur Smith Finnbogason.

Eiríkur Smith Finnbogason, listmálari, lést á Hrafnistu föstudaginn 9. september síðastliðinn, 91 árs gamall. Hann fæddist 9. ágúst 1925 í Hafnarfirði og var sonur Guðbjargar Sigríðar Benjamínsdóttur húsmóður og Finnboga Rúts Kolbeinssonar sjómanns.

Eiríkur nam við Myndlista- og handíðaskólann 1946-1948. Einnig við einkaskóla Rostrup Bøyesens í Kaupmannahöfn 1948-1950 og við Académie de la grande chaumiére í París 1950-1951. Hann nam prentmyndasmíði hjá Eymundi Magnússyni 1954-1958 og útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1958.

Eiríkur hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum. Myndverk hans eru bæði í eigu opinberra listasafna og einkasafnara. Hann sat um tíma í stjórn og var formaður sýningarnefndar Félags íslenskra myndlistarmanna. Eiríkur var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 2005 fyrir myndlistarstörf.

Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Bryndís Sigurðardóttir (f. 1929). Þau eignuðust tvö börn, Sóleyju (f. 1957, d. 1994) og Smára (f. 1961).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert