Skýrsla kynnt í fjárlaganefnd

Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna sem þau létu …
Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna sem þau létu gera fyrir blaðamönnum í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um einkavæðingu bankanna hina síðari verður rædd í fjárlaganefnd í dag.

„Við ætlum að kynna minnihlutanum skýrsluna ítarlega og þá geta nefndarmenn fjárlaganefndar lagt fram spurningar. Ég ætla að gera það að tillögu minni að skýrslan verði þingskjal og fái málsnúmer í þinginu,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. Þar með mun skýrslan fara í málabiðröðina sem liggur fyrir Alþingi.

Vigdís sagði að þegar skýrslan yrði orðin að þingskjali fyndist sér eðlilegt framhald að skrifa umboðsmanni Alþingis og ríkisendurskoðanda. „Meirihluti fjárlaganefndar er að sinna eftirlitshlutverki sínu með því að vinna þetta svona. Ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis sinna einnig eftirlitshlutverki með framkvæmdavaldinu þannig að mér finnst eðlilegt að benda þeim á skýrsluna,“ sagði Vigdís.

Ekki hefur verið rætt innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um hvort hún taki skýrsluna um einkavæðingu bankanna hina síðari til umfjöllunar. Birgir Ármannsson, 1. varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kvaðst gera ráð fyrir því að nefndarmenn mundu fara yfir efni skýrslunnar og taka afstöðu til þess í framhaldinu hvort hún kallaði á einhverja frekari umfjöllun í nefndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert